Fyrir rúmum tveimur árum brast á mikið fjölmiðlafár þegar því var haldið fram að fundnar væru nýjar minjar um veru norrænna manna á Nýfundnalandi, á suðvesturströndinni þar sem heitir Point Rosee.

Fyrir rúmum tveimur árum brast á mikið fjölmiðlafár þegar því var haldið fram að fundnar væru nýjar minjar um veru norrænna manna á Nýfundnalandi, á suðvesturströndinni þar sem heitir Point Rosee. Sem kunnugt er hafa slíkar minjar fundist á L'Anse aux Meadows, nyrsta odda Nýfundnalands, og staðfesta þær að sínu leyti frásagnir íslenskra miðaldaheimila um fund Ameríku.

Nú hafa rannsakendur skilað lokaskýrslum um rannsókn sína á vettvangi og reynist ekkert hafa verið hæft í þessu. Engin ummerki um víkingabyggð eru á Point Rosee.