Staðfest hefur verið með greiningu á vegum Hafrannsóknastofnunar að þrír af fjórum löxum sem veiddust á Vestfjörðum nýlega og voru úr eldi. Laxarnir voru úr Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, Selá í Skjaldfannardal og Staðará í Steingrímsfirði.

Staðfest hefur verið með greiningu á vegum Hafrannsóknastofnunar að þrír af fjórum löxum sem veiddust á Vestfjörðum nýlega og voru úr eldi. Laxarnir voru úr Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, Selá í Skjaldfannardal og Staðará í Steingrímsfirði. Fjórða sýnið sem rannsakað var reyndist vera náttúrulegur lax úr Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi.

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum sé í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldis hér við land. „Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin,“ segir á heimasíðunni.

Hafrannsóknastofnun annast ýmsa þætti varðandi vöktun á laxveiðiám til að fylgjast með því í hve miklu mæli strokfiskar úr eldi skila sér í veiðiár. Hluti af þeirri vöktun er að laxar sem veiðast og eru grunaðir um að vera af eldisuppruna eru sendir í svokallaða arfgerðagreiningu á erfðarannsóknastofu Matís ohf.