Bensi sailor var meðal þeirra sem fórust á Nýfundnalandsmiðum með Hafnarfjarðartogaranum Júlí í febrúar 1959. Enginn af 30 manna áhöfn skipsins komst af og er þetta eitt mesta sjóslys þar sem Íslendingar voru fórnarlömbin.

Bensi sailor var meðal þeirra sem fórust á Nýfundnalandsmiðum með Hafnarfjarðartogaranum Júlí í febrúar 1959. Enginn af 30 manna áhöfn skipsins komst af og er þetta eitt mesta sjóslys þar sem Íslendingar voru fórnarlömbin.

Eitt sinn þegar Bensi kom að landi ákvað hann að bregða sér í skóbúð í Hafnarfirði og athuga hvort hann fyndi ekki flotta ballskó, en til stóð að lyfta sér aðeins upp um kvöldið og þá væntanlega fá sér snúning í leiðinni. Hann bar upp erindi sitt við afgreiðsludömuna og hún rétti honum skó, mjög fallega. Sailorinn tróð sér í skóna með nokkrum erfiðismunum og sagði að því loknu að þeir væru heldur þröngir yfir ristina.

„Svona skór troðast nú vanalega til á einni viku,“ sagði daman.

Bensi leit á hana og sagði:

„Heyrðu, vina mín. Ég er í landi einn dag í mánuði svo ég yrði hálft ár að troða skóna.“