[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í dag er stór stund fyrir íslenska knattspyrnu þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum í úrslitaleik um sæti á HM kvenna í knattspyrnu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í spjall um leikinn í gærmorgun í Ísland vaknar.
Í dag er stór stund fyrir íslenska knattspyrnu þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum í úrslitaleik um sæti á HM kvenna í knattspyrnu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í spjall um leikinn í gærmorgun í Ísland vaknar. Guðni hafði hugsað sér að nota tækifærið og hvetja fólk til að kaupa síðustu miðana á leikinn en þess gerðist ekki þörf því það var orðið uppselt. „Það er aukabónus. Við erum að sýna okkur og umheiminum að við erum í fullri alvöru í þessari íþrótt, hjá körlum og konum,“ sagði Guðni sem var mátulega bjartsýnn, enda þýska liðið án efa eitt það besta í heimi. Nánar á k100.is.