Þeir bræður Ragnar og Gunnar Helgasynir, kenndir við Kamb, reru á báti sínum Hjalta í fjölda ára frá Siglufirði.

Þeir bræður Ragnar og Gunnar Helgasynir, kenndir við Kamb, reru á báti sínum Hjalta í fjölda ára frá Siglufirði.

Einu sinni sem oftar voru þeir við veiðar á Héðinsfirði og gekk mikið á því báðir bræðurnir féllu fyrir borð í þessum túr, þó ekki samtímis, og tókst þeim að bjarga hvor öðrum úr sjónum.

Þegar bræðurnir sigla Hjalta fyrir Siglunesið á heimleiðinni og bærinn þeirra blasir við segir Ragnar við bróður sinn:

„Hvað heldur þú að mamma hefði sagt ef Hjalti hefði komið einn til baka?“