— Ljósmynd/Borgar Björgvinsson
Fiskveiðiárið 2017/2018 er nú á enda og heyra má á forystufólki innan greinarinnar að menn skilja sáttir við árið, en eru að sama skapi bjartsýnir á að það nýja beri með sér betra veður og meiri veiði.

Fiskveiðiárið 2017/2018 er nú á enda og heyra má á forystufólki innan greinarinnar að menn skilja sáttir við árið, en eru að sama skapi bjartsýnir á að það nýja beri með sér betra veður og meiri veiði.

Með hverjum deginum verður það ljósara að útflutningur Íslands í sjávarútvegi er ekki lengur einungis þorskur og annar nytjafiskur, eins og raunin var í áratugaraðir, þó sá þáttur gegni enn veigamiklu og ef til vill oft og tíðum vanmetnu hlutverki þegar kemur að því að halda uppi efnahag landsins.

Íslensku tæknifyrirtækin eru mörg hver í örum vexti og hafa náð góðri fótfestu á erlendum mörkuðum þrátt fyrir óstöðugt gengi krónunnar.

Hver er lykillinn að þessari velgengni? Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri Knarr Maritime, segir í viðtali hér í blaðinu að menn eigi það til að einblína of mikið á gengi krónunnar. Þess í stað segir hann að fyrirtæki eigi einfaldlega að leggja áherslu á að vera betri en samkeppnisaðilinn. Séu vörurnar af sömu gæðum fari viðskiptavinurinn þangað sem verðið er betra.

„En hann gerir það ekki ef þú ert að koma með eitthvað betra á borðið.“