Frysting Silungurinn er slægður og afhausaður og hraðfrystur.
Frysting Silungurinn er slægður og afhausaður og hraðfrystur. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Austfjarða er sex ára gamalt fyrirtæki en fiskeldi í Berufirði á sér mun lengri sögu. Salar Islandica hóf uppbyggingu laxeldis í Berufirði upp úr aldamótum.

Fiskeldi Austfjarða er sex ára gamalt fyrirtæki en fiskeldi í Berufirði á sér mun lengri sögu. Salar Islandica hóf uppbyggingu laxeldis í Berufirði upp úr aldamótum.

HB Grandi keypti aðstöðuna og breytti í tilraunaeldi, aðallega á þorski, en hætti svo starfsemi. Fiskeldi Austfjarða hf. keypti stöðina fyrir sex árum og lagði áherslu á eldi regnbogasilungs, sem þótti þá vænlegur eldisfiskur og fleiri fyrirtæki einbeittu sér að honum.

Regnbogasilungurinn reyndist þó ekki standast samanburð við lax í eldi, ekki vaxa nógu hratt og nýta fóðrið ekki eins vel, auk þess sem góður markaður í Rússlandi lokaðist. Var því ákveðið að skipta yfir í lax á nýjan leik.