Ævintýri Varnargarðurinn við Reykjavíkurhöfn á þessari gömlu mynd úr safni. Sjómenn geta verið uppátækjasamir og miklir húmoristar. Þeir kunna líka að segja góða sögu.
Ævintýri Varnargarðurinn við Reykjavíkurhöfn á þessari gömlu mynd úr safni. Sjómenn geta verið uppátækjasamir og miklir húmoristar. Þeir kunna líka að segja góða sögu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina „LAGGÓ! – gamansögur af íslenskum sjómönnum“, í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar.

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina „LAGGÓ! – gamansögur af íslenskum sjómönnum“, í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar.

Í þessari nýjustu bók útgáfunnar koma fjölmargir við sögu, þar á meðal Lási kokkur, Ási í Bæ, Jón Berg, Oddur spekingur, Markús B. Þorgeirsson, Sveinn Hjörleifsson, Sævar sonur Binna í Gröf, bræðurnir Jónas og Bóas Jónssynir, Guðni Ölversson, Þórhallur Þorvaldsson og Siggi Nobb, auk þess sem Vilborgu Örnu pólfara bregður fyrir.

Eru þó enn sárafáir nefndir af þeim sem þarna eiga sviðsljósið. Með góðfúslegu leyfi útgáfunnar fylgja hér á eftir nokkrar sögur úr bókinni.