Listamenn Kristian Guttesen skáld og Teitur Magnússon tónlistarmaður.
Listamenn Kristian Guttesen skáld og Teitur Magnússon tónlistarmaður.
Hrafnaklukkur er ellefta ljóðabók Kristians Guttesen og verður útgáfu hennar fagnað kl. 17 í dag í Eymundsson, Austurstræti. Bókin skiptist í þrjá kafla, sem nefnast Mennska, Andi og Sjálf. Fyrir höfundi vakir m.a.
Hrafnaklukkur er ellefta ljóðabók Kristians Guttesen og verður útgáfu hennar fagnað kl. 17 í dag í Eymundsson, Austurstræti.

Bókin skiptist í þrjá kafla, sem nefnast Mennska, Andi og Sjálf. Fyrir höfundi vakir m.a. að kryfja spurningar eins og: „Hvað er að vera sjálf?“ Ekki er um fræðilega úttekt að ræða heldur frásögn af eigin reynslu skáldsins.

Í útgáfuhófið mætir tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon og flytur nokkur vel valin lög af nýútkominni plötu sinni, Ornu , sem einnig er til sölu á staðnum. Þá verður hægt að kaupa miða á tónleika Teits, 12. október í Iðnó, í tilefni af útgáfu plötunnar.