— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísfirðingar og nærsveitarmenn fjölmenntu á Hótel Ísafjörð í gærkvöldi á fyrsta fundinn í röð tíu funda Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu sjávarútvegsins og nýtt frumvarp um veiðigjald.

Ísfirðingar og nærsveitarmenn fjölmenntu á Hótel Ísafjörð í gærkvöldi á fyrsta fundinn í röð tíu funda Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu sjávarútvegsins og nýtt frumvarp um veiðigjald.

Á myndinni má sjá nokkra þeirra sem sóttu fundinn í gær, þá Guðna Einarsson, Jón Pál Halldórsson, Karl Geirmundsson og Smára Karlsson, ásamt Kristjáni Þór.

Auk þess að ræða stöðu sjávarútvegsins ræddu fundarmenn byggðamál á Vestfjörðum.

Fundirnir verða öllum opnir, sá næsti verður í Félagsheimilinu í Vesturbyggð í dag klukkan 12 á hádegi og sá þriðji verður í Félagsheimilinu Röstinni á Hellissandi klukkan 19:30 í kvöld.

Næstu fundir verða í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Þórshöfn, Eskifirði og Höfn og sá síðasti verður haldinn í Salthúsinu í Grindavík þriðjudaginn 23. október.