Nýr spítali Tölvumynd af væntanlegum byggingum Landspítala.
Nýr spítali Tölvumynd af væntanlegum byggingum Landspítala.
Byggingarleyfi til að byggja nýjan meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut var samþykkt á fundi Byggingarfulltrúans í Reykjavík í síðustu viku.

Byggingarleyfi til að byggja nýjan meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut var samþykkt á fundi Byggingarfulltrúans í Reykjavík í síðustu viku.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýjum Landspítala, að meðferðarkjarninn sé stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Innan hans munu fara fram sérhæfðar aðgerðir, rannsóknir og umönnun sjúklinga þar sem stuðst er við háþróaða tækni og sérhæfða þekkingu.

Í tilkynningunni segir, að byggingin verði enginn eftirbátur sambærilegra sjúkrahúsa í Evrópu og kröfur um aðbúnað séu sambærilegar og í nýjum sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Meðferðarkjarninn tengist öðrum starfseiningum spítalans með tengigöngum og tengibrúm. Allar sjúkrastofur legudeilda séu einbýli með sér snyrtingu. Góð aðstaða verði fyrir aðstandendur.

Jarðvinna verksins er þegar hafin. Aðalhönnuðir hússins er Corpus3 hönnunarhópurinn sem samanstendur af níu innlendum og erlendum hönnunarfyrirtækjum.