— AFP
Fellibylurinn Michael skall í gær á vesturhluta Flórída-ríkis, en veðurfræðingar vöruðu við því að kraftur bylsins gæti valdið „ótrúlegum hörmungum“. Um 375.
Fellibylurinn Michael skall í gær á vesturhluta Flórída-ríkis, en veðurfræðingar vöruðu við því að kraftur bylsins gæti valdið „ótrúlegum hörmungum“. Um 375.000 manns fengu fyrirskipun um að yfirgefa heimili sín í aðdraganda fellibylsins, og sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, að þeir sem ekki hefðu hlýtt því kalli yrðu nú að leita sér skjóls á heimilum sínum og forðast að fara út á meðan bylurinn riði yfir.