Lögreglan í Þýskalandi handtók í gær tvítugan karlmann frá Búlgaríu, sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgörsku blaðakonuna Viktoríu Marinova.

Lögreglan í Þýskalandi handtók í gær tvítugan karlmann frá Búlgaríu, sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgörsku blaðakonuna Viktoríu Marinova. Lík hennar fannst á laugardaginn í bænum Ruse í norðurhluta Búlgaríu, en að svo stöddu var ekki talið að morðið tengdist starfi hennar sem blaðamanns.

Sögðu þýsk yfirvöld að framsalsferli væri hafið í máli mannsins.