,,Það er búin að vera mjög góð síldveiði frá því að veiðarnar hófust. Það er mikið að sjá og það virðist vera mikið af síld á ferðinni,“ sagði Theódór Þórðarson, skipstjóri á Venusi NS, í samtali við heimasíðu HB Granda á þriðjudag.

,,Það er búin að vera mjög góð síldveiði frá því að veiðarnar hófust. Það er mikið að sjá og það virðist vera mikið af síld á ferðinni,“ sagði Theódór Þórðarson, skipstjóri á Venusi NS, í samtali við heimasíðu HB Granda á þriðjudag.

,,Við tókum fimm hol og aflinn er rúmlega 1.000 tonn. Síldin hagar sér þannig að hún dýpkar á sér yfir daginn. Fer jafnvel niður fyrir 200 faðma. Svo þegar aðeins fer að skyggja kemur hún upp, allt upp á 30 metra dýpi, og þá er þægilegast fyrir okkur að eiga við hana,“ sagði Theódór.

Síldin er stór og falleg og aukaafli enginn. Þeir voru um 130 mílur í Norðfjarðarhorn þegar þeir hættu veiðum.