Lokatörn tónleikaraðarinnar Freyjujazz á árinu fer af stað í Listasafni Íslands í dag og verða haldnir tónleikar næstu sex fimmtudaga. Á tónleikunum, sem hefjast kl.
Lokatörn tónleikaraðarinnar Freyjujazz á árinu fer af stað í Listasafni Íslands í dag og verða haldnir tónleikar næstu sex fimmtudaga. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 17:15, koma fram sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir, píanistinn Sunna Gunnlaugs og kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Munu þau flytja blöndu af þekktum lögum úr bandarísku djassbiblíunni, frumsömdu efni og tónlist Ravels.