Tónskáld Helgi Rafn Ingvarsson.
Tónskáld Helgi Rafn Ingvarsson.
Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld leiðir söngsmiðju fyrir krakka í Salnum í Kópavogi kl. 12.30 til 15 á laugardaginn. Smiðjan er ætluð átta ára börnum og eldri. Unnið verður með fjögur ættjarðarlög sem munu mynda bræðing.

Helgi Rafn Ingvarsson tónskáld leiðir söngsmiðju fyrir krakka í Salnum í Kópavogi kl. 12.30 til 15 á laugardaginn. Smiðjan er ætluð átta ára börnum og eldri. Unnið verður með fjögur ættjarðarlög sem munu mynda bræðing. Nýtt kórverk verður til en laglínum úr lögunum verður blandað saman í skemmtilega pólífóníu. Til að auka á áhrifamátt tónlistarinnar verður píanóleikari Helga Rafni til stuðnings.

Tuttugu og fimm krakkar geta tekið þátt í söngsmiðjunni og þurfa þeir ekki að hafa neinn grunn í tónlist. Söngsmiðjan er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi og í tilefni af fullveldisafmæli Íslands.

Skráning fer fram á netfanginu menningarhusin@kopavogur.is.