Efla þarf gæða- og umbótastarf á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins auk þess að styrkja geðheilbrigðisþjónustu. Þetta eru helstu niðurstöður úttektar embættis landlæknis á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem birt var í vikunni.

Efla þarf gæða- og umbótastarf á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins auk þess að styrkja geðheilbrigðisþjónustu. Þetta eru helstu niðurstöður úttektar embættis landlæknis á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem birt var í vikunni. Þetta er ein umfangsmesta úttekt sem embættið hefur gert.

Þar kemur m.a. fram að sálfræðiþjónusta fyrir börn hefur verið stóraukin. Embætti landlæknis telur æskilegt að á hverri heilsugæslustöð sé þverfaglegt teymi sem sinni 1. stigs geðheilbrigðisþjónustu, bæði fyrir börn og fullorðna, og vinni náið með geðheilsuteymunum. Í skýrslunni er bent á að jákvætt sé að Geðheilsuteymi vestur sé tekið til starfa en alvarlegt sé hversu löng bið er eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð og Geðheilsuteymi austur.

Endurskoða þarf húsnæðismál

Varðandi gæða- og umbótastarf telur embættið að brýnt sé að stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins efli gæðastarf.

Í skýrslunni er einnig að finna ábendingar til velferðarráðuneytisins um að aðlaga þurfi fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar að mönnunarþörf og umfangi starfseminnar. Þá þurfi ennfremur að endurskoða húsnæðismál.

Það er mat höfunda skýrslunnar að á heilsugæslustöðvunum vinni fagfólk sem sinni starfi sínu af alúð og fagmennsku, oft við erfiðar aðstæður. Nauðsynlegt sé að bregðast við mönnunarvanda.