Græjan Tæknirisinn Google kynnti á dögunum sína fullkomnustu farsíma til þessa: Pixel 3 og 3XL. Eins og vera ber með nýja síma er búið að bæta hitt og þetta, en það eru breytingar á ljósmyndatækni símanna sem vakið hafa mesta athygli.

Græjan Tæknirisinn Google kynnti á dögunum sína fullkomnustu farsíma til þessa: Pixel 3 og 3XL. Eins og vera ber með nýja síma er búið að bæta hitt og þetta, en það eru breytingar á ljósmyndatækni símanna sem vakið hafa mesta athygli.

Er Pixel 3 búinn ljósmyndaflögu sem getur tekið margar myndir samtímis og sjálfkrafa valið þá bestu. Einnig er síminn með gervigreind sem blandar saman myndum með mismunandi lýsingartíma til að búa til ljósmynd með mjög mikilli skerpu.

Af öðrum framförum má nefna að þjónustuforrit Google getur núna svarað þegar símtal berst úr grunsamlegu númeri og látið eiganda símans vita um hvað málið snýst áður en hann ýmist lokar fyrir viðkomandi númer eða hringir til baka. ai@mbl.is