Þrjú Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson.
Þrjú Guðmundur Jónsson, Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson.
Brautryðjendur 3 er yfirskrift tónleika sem haldir verða í Salnum annað kvöld, föstudag, kl. 20. Þar verður sjónum beint að að þremur brautryðjendum í óperusöng á Íslandi, þeim Guðmundi Jónssyni, Guðrúnu Á. Símonar og Magnús Jónssyni.
Brautryðjendur 3 er yfirskrift tónleika sem haldir verða í Salnum annað kvöld, föstudag, kl. 20. Þar verður sjónum beint að að þremur brautryðjendum í óperusöng á Íslandi, þeim Guðmundi Jónssyni, Guðrúnu Á. Símonar og Magnús Jónssyni. „Þau voru í hópi fremstu íslenskra óperusöngvara fyrr á árum, og meðal brautryðjenda í íslensku tónlistarlífi. Farið verður yfir feril þessara merku söngvara og sungið úr glæsilegri söngskrá þeirra, bæði íslensk sönglög, óperuaríur og dúetta,“ segir í tilkynningu. Á tónleikunum koma fram Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Signý Sæmundsdóttir sópran sem jafnframt er kynnir. Sérstakur gestur er Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran auk þess sem Ólafur Beinteinn Ólafsson harmónikkuleikari spilar einnig með í nokkrum þekktum lögum.