Vigdís Jónsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri VIRK í 10 ár.
Vigdís Jónsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri VIRK í 10 ár. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hjálpa þarf betur ungu fólki með börn til þess að taka þátt á vinnumarkaði.

Styðja þarf betur við ungt fólk á vinnumarkaði að mati Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra endurhæfingarsjóðsins VIRK. Örorkulífeyrisþegar með ung börn á framfæri geta fengið skattfrjálsan lífeyri og segir Vigdís að margir treysti sér einfaldlega ekki til þess að fara á vinnumarkaðinn en sem dæmi hefur einstæð móðir með fjögur börn um 500 þúsund til ráðstöfunar á örorku.

„Ég held bara að margir treysti sér ekki til þess að fara á vinnumarkaðinn. Og ég skil það mjög vel. Ef þú hefur þennan stuðning á örorku og ferð svo út á vinnumarkaðinn þá færðu engan stuðning í þessu formi,“ segir Vigdís. Hún segir að um hættulega gildru sé að ræða þegar réttur til lífeyris vegna heilsubrests sé tengdur öðrum þáttum eða aðstæðum fólks og að þörf sé á barnalífeyriskerfi fyrir alla óháð því hvort maður er á vinnumarkaði eða ekki.