Árni Heimir Ingólfsson
Árni Heimir Ingólfsson
„„Andmæli gegn Wagner“: Jón Leifs og endurheimt norræns menningararfs“ nefnist erindi sem Árni Heimir Ingólfsson flytur á vegum Wagnerfélagsins á Íslandi í Hannesarholti á laugardag kl. 13.30.
„„Andmæli gegn Wagner“: Jón Leifs og endurheimt norræns menningararfs“ nefnist erindi sem Árni Heimir Ingólfsson flytur á vegum Wagnerfélagsins á Íslandi í Hannesarholti á laugardag kl. 13.30. Þar fjallar Árni Heimir um áhrif Wagners á Jón Leifs, tónsköpun hans og hugmyndafræði. „Árni Heimir er tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um tónlist, m.a. ævisögu Jóns Leifs, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og kemur út í Bandaríkjunum á næsta ári undir heitinu Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland ,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis.