Berglind Hafsteinsdóttir
Berglind Hafsteinsdóttir
Meirihluti flugfreyja og -þjóna í hlutastarfi hjá Icelandair valdi að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar fremur en að missa vinnuna. Þetta staðfesti Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is í gær.

Meirihluti flugfreyja og -þjóna í hlutastarfi hjá Icelandair valdi að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar fremur en að missa vinnuna. Þetta staðfesti Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is í gær.

Flugfreyjum og -þjónum hjá Icelandair var tilkynnt þessi tilhögun í síðasta mánuði. Við það tækifæri sagði Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri fyrirtækisins, að þetta væri gert í því skyni að bæta rekstur flugfélagsins. Í kjölfarið var haldinn opinn fundur með félagsmönnum Flugfreyjufélagsins þar sem fram kom að þeim þætti þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegndi.

„Flestir tóku þessum þvingunaraðgerðum með fyrirvara um lögmæti aðgerðanna og niðurstöðu félagsdóms,“ sagði Berglind „Starfsfólk heldur ennþá í þá von að fyrirtækið hverfi frá þessari ákvörðun eða þá að hún verði dæmd ólögmæt.“ Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair var þingfest í félagsdómi í gær.