Á heimsvísu standa skipaflutningar á bak við 80% af flutningsmagni á vörum og 70% af virði. Mesta hlutfallslega aukning í flutningsmagni í heiminum á undanförnum árum er í gámaflutningum. Reiknað er með að svo verði áfram.

Á heimsvísu standa skipaflutningar á bak við 80% af flutningsmagni á vörum og 70% af virði. Mesta hlutfallslega aukning í flutningsmagni í heiminum á undanförnum árum er í gámaflutningum. Reiknað er með að svo verði áfram.

Langstærsti hluti flutninga fer í gegnum Asíu eða um 64%. Næst kemur Evrópa með 16% og önnur svæði 2-8%. Hlutdeild Faxaflóahafna af heildar-gámaflutningum í heiminum er að vonum sáralítil, 0,04%.

Þróunin er í átt að stærri gámaskipum og sigla alstærstu skipin á meginflutningaleiðum um heiminn en minni skip, sem einnig hafa farið stækkandi, sjá um aðrar flutningaleiðir.

Verðsamkeppni á milli skipafélaga hefur leitt til þess að þau gera auknar kröfur um hraða þjónustu í höfnum. Meðaldvalartími gámaskipa í höfnum heimsins nær ekki heilum degi að meðaltali en og hefur meira en helmingast frá aldamótum.