Tilþrif Eva Dögg Sæmundsdóttir er reyndasti keppandinn.
Tilþrif Eva Dögg Sæmundsdóttir er reyndasti keppandinn. — Morgunblaðið/Ófeigur
Bikarmót Skautasambands Íslands (ÍSS) í listhlaupi á skautum 2018 fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 12.-14. október og eru fimmtíu og sjö keppendur skráðir til keppni. Fram kemur í tilkynningu frá ÍSS að aðgangur sé ókeypis.

Bikarmót Skautasambands Íslands (ÍSS) í listhlaupi á skautum 2018 fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 12.-14. október og eru fimmtíu og sjö keppendur skráðir til keppni. Fram kemur í tilkynningu frá ÍSS að aðgangur sé ókeypis.

Margir nýir skautarar eru í Advanced Novice (stúlknaflokki) ásamt því að stór hópur færðist upp í Junior Ladies (unglingaflokk) og tveir keppendur bættust við í Senior Ladies (kvennaflokk).

Í flokki Advanced Novice keppa núna 8 keppendur og heldur þessi flokkur áfram að vera sterkur og spennandi keppni. Nýir keppendur í flokknum komu sterkir inn á síðasta móti og verður því enn meira spennandi að fylgjast með þeim.

Í Junior-flokki taka sex keppendur þátt. Þar á meðal er Viktoría Lind Björnsdóttir sem sló öll stigamet á Junior Grand Prix (JGP) í Bratislava í ágúst. Í Senior-flokki munu tveir skautarar keppa: Eva Dögg Sæmundsdóttir sem er reyndasti skautarinn og Margrét Sól Torfadóttir sem er að keppa í fyrsta sinn í þessum flokki.