Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 2000; B.Sc.-gráða í hagfræði frá Háskóla Íslands 2003; M.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 2005, fékk rannsóknarstyrk til að fara til Ástralíu og Japans til að rannsaka ál- og raforkuiðnaðinn. M.Sc.
Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 2000; B.Sc.-gráða í hagfræði frá Háskóla Íslands 2003; M.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 2005, fékk rannsóknarstyrk til að fara til Ástralíu og Japans til að rannsaka ál- og raforkuiðnaðinn. M.Sc.-gráða í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík 2010.

Störf: Hagfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu í tvö ár; stundakennari við Háskóla Íslands í tíu ár; yfirmaður lánamála og sjóðastýringar hjá Landsvirkjun í sjö ár; fjármálastjóri Greenqloud í tvö ár; í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins í fjögur ár og fjármálastjóri Guide to Iceland í eitt ár. Forstjóri frá október 2018.

Áhugamál: Það er nauðsynlegt að rækta líkama og sál ef maður hefur mikið á sinni könnu og þess vegna stunda ég líkamsrækt og útivist til að fá útrás. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast, hvort sem það er innanlands eða erlendis.

Fjölskylduhagir: Ég á einn son sem heitir Sveinn Val Davíðsson.