— Morgunblaðið/RAX
11. október 1986 Leiðtogafundurinn í Höfða hófst. Þar ræddu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjof leiðtogi Sovétríkjanna um afvopnunarmál. Fundurinn stóð í tvo daga og að honum loknum sagði Morgunblaðið: „Heimssögulegum fundi...

11. október 1986

Leiðtogafundurinn í Höfða hófst. Þar ræddu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjof leiðtogi Sovétríkjanna um afvopnunarmál. Fundurinn stóð í tvo daga og að honum loknum sagði Morgunblaðið: „Heimssögulegum fundi lokið.“

11. október 1986

Þjóðlagasöngkonan Joan Baez hélt tónleika í Íslensku óperunni og söng meðal annars Kvölda tekur sest er sól. Þjóðviljinn sagði að stemningin hefði verið mögnuð og að tónleikarnir myndu seint líða þeim úr minni sem á hlýddu.

11. október 1988

Við forsetakjör í Sameinuðu þingi gerðist það í fyrsta sinn í meira en þúsund ára sögu Alþingis að kona var kosin forseti þess. Það var Guðrún Helgadóttir. Salóme Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir voru kjörnar varaforsetar.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson