Útisigur Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson sækir að vörn ÍBV í leiknum í gær.
Útisigur Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson sækir að vörn ÍBV í leiknum í gær. — Ljósmynd/Sigfús
Haukur Þrastarson var frábær og skoraði sjö mörk fyrir Selfoss þegar liðið vann dramatískan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í 4. umferð Olís deildar karla í handknattleik í háspennuleik í gær en leiknum lauk með 27:25-sigri Selfyssinga.

Haukur Þrastarson var frábær og skoraði sjö mörk fyrir Selfoss þegar liðið vann dramatískan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í 4. umferð Olís deildar karla í handknattleik í háspennuleik í gær en leiknum lauk með 27:25-sigri Selfyssinga.

ÍBV leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 15:12, en Selfyssingum gekk afar illa að brúa bilið á ÍBV í fyrri hálfleik. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 23:20, ÍBV í vil en þá setti Haukur Þrastarson í annan gír og minnkaði muninn í eitt mark.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum jafnaði Haukur metin fyrir Selfyssinga í 24:24 og Haukur kom þeim svo yfir í 25:24 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Eyjamönnum tókst ekki að brúa það bil og lokatölur í Eyjum því 27:25.

Guðni Ingvarsson var markahæstur í liði Selfyssinga með 10 mörk og þar á eftir kom títtnefndur Haukur með 7 mörk. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk og Sigurbergur Sveinsson skoraði fimm mörk. Kolbeinn Aron Ingibjargarson átti stórleik í marki Eyjamanna og varði 22 skot og var með 46% markvörslu. Þá stóð Pawet Kiepulski sig einnig vel í marki Selfyssinga en hann varði 14 stig og var með 37% markvörslu.

Selfyssingar tylla sér á toppinn eftir sigurinn og eru með 7 stig, líkt og Valur og FH en ÍBV er í áttunda sæti deildarinnar með 3 stig. bjarnih@mbl.is