Friðland að Fjallabaki Mikið álag er á svæðinu vegna bílaumferðar.
Friðland að Fjallabaki Mikið álag er á svæðinu vegna bílaumferðar. — Ljósmynd/Umhverfisstofun
„Allt of algengt er að ekið sé utan vega á snævi þakinni jörð þegar jörð er ekki nægilega frosin og snjóþekja ekki traust,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

„Allt of algengt er að ekið sé utan vega á snævi þakinni jörð þegar jörð er ekki nægilega frosin og snjóþekja ekki traust,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Mesta hættan á náttúruspjöllum vegna aksturs utan vega á snævi þakinni jörð er á vorin og haustin. Umhverfisstofnun biðlar til einstaklinga og ferðaþjónustuaðila að huga að almennri aðgæsluskyldu þegar ferðast er um náttúru Íslands og meta aðstæður hverju sinni þegar ekið er á snjó utan vega.

„Það verður að vera alveg ljóst þegar ekið er utan vega á snævi þakinni jörð að það skilji ekki eftir sig slóða eða hjólför. Umferð um hálendi Íslands yfir vetrartímann hefur stóraukist á örfáum árum samhliða fjölgun ferðamanna til landsins,“ segir á heimasíðu UST.