Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær ríkisstjórn Venesúela og sagði hana hafa átt þátt í andláti stjórnarandstæðingsins Fernandos Albans, en hann féll út um glugga á mánudaginn meðan hann var í haldi lögregluyfirvalda.

Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær ríkisstjórn Venesúela og sagði hana hafa átt þátt í andláti stjórnarandstæðingsins Fernandos Albans, en hann féll út um glugga á mánudaginn meðan hann var í haldi lögregluyfirvalda. Stjórnvöld í Venesúela segja að Alban hafi fyrirfarið sér, en fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa dregið þá útskýringu í efa.

Alban hafði verið sakaður um að hafa átt þátt í „morðtilræði“ gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, þegar dróni með flugeldum sprakk í návist hans fyrr í haust.