Þökk sé hátölurunum má hlusta á góða tónlist meðan hjólað er.
Þökk sé hátölurunum má hlusta á góða tónlist meðan hjólað er.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samgöngutækið Með hverju árinu fjölgar í hópi þeirra sem reyna að fara allra sinna ferða á reiðhjóli, eða a.m.k. þangað til vetrarveðrið er orðið alveg skelfilegt.

Samgöngutækið

Með hverju árinu fjölgar í hópi þeirra sem reyna að fara allra sinna ferða á reiðhjóli, eða a.m.k. þangað til vetrarveðrið er orðið alveg skelfilegt. Á Íslandi þurfa þessar umhverfisvænu kempur að gæta sérstaklega að sýnileikanum og því gaman að geta sagt frá Lival-snjallhjálminum sem er með skæru rauðu ljósi og stefnuljósum aftan á.

Rauða afturljósið virkjast sjálfkrafa þegar tekur að rökkva og með sérstökum stýripinna á handfangi reiðhjólsins má gefa stefnuljós til hægri eða vinstri.

Ekki nóg með það heldur er hjálmurinn með innbyggðum þráðlausum hátölurum og hljóðnema svo að hlusta má á tónlist, hlýða á leiðbeiningar leiðsöguforrits, svara símtali á meðan hjólað er á áfangastað, ellegar nota sem talstöð til að ræða við annað fólk með hjálm frá sama framleiðanda.

Hjálmurinn ver notandann á fleiri en eina vegu því hann er búinn hreyfiskynjara sem greinir merki um mögulega byltu og hefur þá samband við neyðarlínuna.

Lival-hjálmurinn kostar 124 pund hjá Amazon í Bretlandi. ai@mbl.is