Codland stefnir að 100% nýtingu aukaafurða þorsksins.
Codland stefnir að 100% nýtingu aukaafurða þorsksins.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Efnt var til Dags þorsksins í þriðja sinn í Húsi sjávarklasans á dögunum.

Efnt var til Dags þorsksins í þriðja sinn í Húsi sjávarklasans á dögunum. Húsið var þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja kynnti þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna.

Fengu gestir tækifæri til að smakka fjölda ólíkra matvæla og fæðubótarefna og kynnast frumkvöðlum í ólíkum geirum, allt frá hátækniiðnaði til fatahönnunar.