— AFP
Hondúrar fara yfir landamæraána Goascor til að reyna að komast til El Salvador. Nokkur þúsund Hondúra hafa farið með bílalest um Mið-Ameríku til Mexíkó á síðustu dögum í von um að komast til Bandaríkjanna.
Hondúrar fara yfir landamæraána Goascor til að reyna að komast til El Salvador. Nokkur þúsund Hondúra hafa farið með bílalest um Mið-Ameríku til Mexíkó á síðustu dögum í von um að komast til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur krafist þess að yfirvöld í Mexíkó stöðvi fólkið og hótaði í tístum á Twitter í fyrradag að kalla út hersveitir til að loka landamærum ríkjanna yrði það ekki gert. Hann sagði að meðal farandmannanna væru margir glæpamenn og kvaðst vera staðráðinn í því að stöðva ólöglegan innflutning fólks til Bandaríkjanna.