Fjólublátt blóð.

Fjólublátt blóð. S-AV

Norður
K85
1075
10986
Á92

Vestur Austur
96 ÁG10743
D9643 --
G42 Á753
653 G84

Suður
D2
ÁKG82
KD
KD107

Suður spilar 4 redobluð.

Henrik prins var dönskum spilurum traustur félagi og bakhjarl – setti mót, veitti verðlaun og dreifði hlátri og gleði um sali. Sjálfur var prinsinn fjörmikill spilari, áhættusækinn og „meldeglad“. Einkum var hann veikur fyrir fjólubláa sagnmiðanum – redoblinu.

Henrik vakti á 1 sem gjafari í suður. Makker hans (franski landsliðsmaðurinn Thomas Bessis) lyfti í 2, austur kom inn á 2 og Henrik stökk í 4. Vestur lét í ljósi efasemdir með dobli og Henrik redoblaði að bragði. Austri leist ekki á blikuna, flúði í 4 og greiddi fyrir það 800-kall. Prinsinum þótti það vel sloppið hjá mótherjunum: „Ég hefði fengið 880 fyrir að vinna 4 redobluð.“

Christina Lund Madsen segir frá spilinu í Dansk Bridge. Hún bætir við að „Hans Kongelige Höjhed“ hafi redoblað aftur í næstu setu og þá sátu mótherjarnir sem fastast: 1280 í konunglega dálkinn (4xx +1).