Eins og rakið er í aðalgreininni hafa höfundar barnabóka minna upp úr krafsinu í krónum talið fyrir hverja selda bók en skáldsagnahöfundar.

Eins og rakið er í aðalgreininni hafa höfundar barnabóka minna upp úr krafsinu í krónum talið fyrir hverja selda bók en skáldsagnahöfundar. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri RSÍ, segir að gleðilegt sé að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi boðað innspýtingu í barna- og unglingabækur í gegnum Miðstöð íslenskra bókmennta.

„Það er grundvallaratriði að það fari meira til þeirra höfunda. Við verðum að setja meiri pening í að framleiða efni fyrir þennan hóp til að byggja upp lesendur framtíðar. Lestrarhestar eru búnir með allar nýjar bækur sem koma út í febrúar. Vinsælir höfundar reyna að koma með nýja bók á hverju ári, þeir telja sig bæði skulda lesendum sínum það en ekki síður er efnahagsleg pressa. Það verður að fylgja því eftir sem vel gengur og höfundar geta ekki veitt sér svigrúm til að gefa sér annað ár í að skrifa bækur.“

„Barnabókamarkaðurinn teygir sig oft bara í svona þrjá árganga sem eru 12-13 þúsund einstaklingar. Hann er líka erfiður að því leyti að þú þarft að kynna þig bæði fyrir kaupendum, sem eru fullorðnir, og lesendum, sem eru börn,“ segir Bryndís Loftsdóttir.