Fottoush er mjög vinsælt salat í Líbanon, en í því er pítubrauð sem búið er að skera og steikja þar til það er orðið stökkt og gott. Hefðbundin aðferð við að borða salatið er að skófla því upp í pítubrauðið og nota til þess fingurna!

Fottoush er mjög vinsælt salat í Líbanon, en í því er pítubrauð sem búið er að skera og steikja þar til það er orðið stökkt og gott. Hefðbundin aðferð við að borða salatið er að skófla því upp í pítubrauðið og nota til þess fingurna!

Fyrir 4-6

Fottoush salat

1 salathöfuð, romaine, skorið fínt

ein gúrka, skorin langsum og svo í litla bita

4 stórir plómutómatar, skornir í þunnar sneiðar

3 radísur, skornar í fínar sneiðar

½ lítill laukur, skorinn í þunnar sneiðar

½ rauð paprika, skorin í litla bita

½ gul paprika, skorin í litla bita

1/4 græn paprika, skorin í litla bita

1 stórt búnt vorlaukur, notið aðeins græna hlutann. Skorið í þunnar sneiðar

1 bolli steinselja (flatlaufs), skorið smátt

1 bolli fersk mynta, skorin smátt

3 msk. fersk timían lauf

2 hvítlauksrif, rifin

1 msk. þurrkað timían

1 msk. Sumac (krydd)

2 tsk. salt

½ tsk. rauðar piparflögur (Aleppo ef til)

1/8 tsk. allrahanda krydd

1/3 bolli olífuolía

1/3 bolli ferskur sítrónusafi

2 msk. hvítvínsedik

1 msk. za'atar (miðausturlenskt krydd sem er blanda af oreganó, sumac, sesamfræjum, timían og salti. Fæst meðal annars í Kryddi og Tehúsinu).

Pítubrauðsbitar

1 bolli canola-olía

2 pítubrauð, skorin í litla teninga

Hitið olíu í stórum potti yfir miðlungsháum eða háum hita þar hún fer að krauma. Bætið pítubrauðsbitunum út í og steikið og hrærið þar til þeir verða gullinbrúnir og stökkir. Þetta tekur um tvær til fjórar mínútur. Takið bitana og raðið á disk og geymið.

Byrjið á að setja salatblöð, gúrku, tómata, radísur, lauk, papriku, vorlauk, steinselju, myntu og timían í stóra salatskál. Rífið hvítlaukinn yfir. Kryddið með þurrkaðri myntu, sumac, salti, aleppo pipar, og allrahanda kryddi. Hellið næst ólífuolíu, sítrónusafa og ediki yfir salati og blandið. Stráið za'atar yfir.

Takið næst steikt pítubrauðið og setjið efst í miðju salats.