Sýningarstjóri Dr. Ynda Gestsson, einn þriggja sýningarstjóra, við eitt verkanna.
Sýningarstjóri Dr. Ynda Gestsson, einn þriggja sýningarstjóra, við eitt verkanna.
Myndlistarsýningin Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk) er kynning á verkum eftir 11 breskar hinsegin listamanneskjur sem ætlað er að örva samræður og samstarf milli vaxandi hinsegin myndlistarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi.

Myndlistarsýningin Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk) er kynning á verkum eftir 11 breskar hinsegin listamanneskjur sem ætlað er að örva samræður og samstarf milli vaxandi hinsegin myndlistarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Gallerís 78 og bresks listafólks og byggist á hugmyndinni um leiðbeiningarlist. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16 í Gallerí 78, Suðurgötu 3.