Tónlistarmenn Megas og Daníel Friðrik.
Tónlistarmenn Megas og Daníel Friðrik.
Tónleikar þeirra Daníels Friðriks og Megasar í Iðnó kl. 21 á sunnudagskvöldið eru hluti af tónleikaröð Mengis; Mengis Series. Á efnisskránni eru ný og eldri lög sem ekki hafa áður heyrst opinberlega.

Tónleikar þeirra Daníels Friðriks og Megasar í Iðnó kl. 21 á sunnudagskvöldið eru hluti af tónleikaröð Mengis; Mengis Series. Á efnisskránni eru ný og eldri lög sem ekki hafa áður heyrst opinberlega. Lögin hafi einfaldlega ekki verið réttu lögin við hitt eða þetta tilefnið eða þótt henta tiltekinni dagskrá. „...líkt og [lögin] hafi fallið milli skips og bryggju, orðið út undan án þess að hafa nokkuð til þess unnið,“ eins og það er orðað í fréttabréfi Mengis. Þar segir enn fremur að nýrri söngvar séu tækifærisafurðir, afkvæmi augnabliks sem hafi frosið. Þeir félagar Daníel og Megas munu einnig gefa sýnishorn af verkum í vinnslu.

Salurinn í Iðnó verður opnaður kl. 20.30.