[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hrafnaklukkur heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen og er ellefta frumorta bók hans. Fyrsta bókin, Afturgöngur, kom út árið 1995, en síðast komu út bækurnar Hendur morðingjans og Englablóð árið 2016.

Hrafnaklukkur heitir ný ljóðabók eftir Kristian Guttesen og er ellefta frumorta bók hans. Fyrsta bókin, Afturgöngur, kom út árið 1995, en síðast komu út bækurnar Hendur morðingjans og Englablóð árið 2016. Kristian hefur einnig verið ötull þýðandi og var til að mynda tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna árið 2007. Ljóð hans hafa líka verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars albönsku, dönsku, frönsku, spænsku og úkraínsku. Hrafnaklukkur fjallar um mennsku, anda og sjálf og skiptist í þrjá samnefnda kafla. Deus gefur út.

Ný glæpasaga Lilju Sigurðardóttur heitir Svik og segir frá Úrsúlu, sem er nýlega flutt til Íslands eftir áralöng störf á hættusvæðum heimsins. Hún er beðin um að taka sæti í ríkisstjórn landsins sem utanþingsráðherra og hyggst láta til sín taka, en fjölmiðlar og refskák stjórnmálanna þvælast fyrir henni. Við bætist að gamall útigangsmaður eltir hana á röndum og virðist vilja vara hana við yfirvofandi hættu. Þríleikur Lilju, Gildran, Netið og Búrið, kemur um þessar mundir út víða um lönd og Gildran var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins. JPV gefur út.

Þriðja bókin í bókaröðinni Smásögur heimsins, sem hefur að geyma smásögur frá ýmsum löndum, er komin út og ber yfirskriftina Asía og Eyjaálfa. Í bókinni eru sögur eftir Katherine Mansfield, Dazai Osamu, Saadat Hasan Manto, Leylâ Erbil, Peter Carey, Gregorio C. Brillantes, Zakaria Tamer, Atsiri Tammatsjót, Duong Thu Huong, Bisham Sahni, Beth Yahp, Ch'oe Yun, Mo Yan, Hanan al-Shaykh, Bandi, Eka Kurniawan, Amos Oz, Fariba Vafi, Mai Al-Nakib og Stephanie Ye. Bjartur gefur út