[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þingvellir er hárbeittur pólitískur umræðuþáttur þar sem ekkert er dregið undan og mikilvægustu málin krufin til mergjar. Þau Björt Ólafsdóttir og Páll Magnússon taka á móti góðum gestum á K100.
Þingvellir er hárbeittur pólitískur umræðuþáttur þar sem ekkert er dregið undan og mikilvægustu málin krufin til mergjar. Þau Björt Ólafsdóttir og Páll Magnússon taka á móti góðum gestum á K100. Í fyrramálið munu Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, og Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur hjá Virk, ræða hvernig eigi að bregðast við skuggalegri fjölgun ungra karlmanna inn á örorkubætur. Einnig mun Jón Steinar Gunnlaugsson spjalla um hvar mörkin liggja varðandi málfrelsi og hatursorðræðu. Hlustaðu á áhugaverðan þátt á K100 kl.10 í fyrramálið.