Samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar lauk í fyrradag. Ofanflóðavaktin fylgist með og spáir fyrir um skriðu- og snjóflóðahættu víða um land, samkvæmt frétt Veðurstofunnar.

Samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar lauk í fyrradag. Ofanflóðavaktin fylgist með og spáir fyrir um skriðu- og snjóflóðahættu víða um land, samkvæmt frétt Veðurstofunnar. Snjóaathugunarmenn eru 19 talsins og starfa í þeim þéttbýlisstöðum þar sem talin er vera umtalsverð hætta á snjóflóðum og skriðum.

Snjóathugunarmennirnir skrá snjóflóð og skriður sem falla á athugunarsvæði þeirra. Einnig fylgjast þeir með og skrá snjódýpt í fjöllum, kanna stöðugleika snjóalaganna og aðstoða við rekstur og viðhald mælitækja. Snjóathugunarmennirnir eru ráðgjafar ofanflóðavaktarinnar þegar kemur að ákvörðunum um viðbrögð við flóðahættu, eins og t.d. rýmingu húsa.