— Morgunblaðið/Ómar
20. október 1728 Eldur kom upp í Kaupmannahöfn og stóð í þrjá daga. Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flestum skinnhandritum var bjargað. 20.

20. október 1728

Eldur kom upp í Kaupmannahöfn og stóð í þrjá daga. Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flestum skinnhandritum var bjargað.

20. október 1905

Landsdómur var stofnaður til að dæma í málum gegn ráðherrum fyrir brot á stjórnarathöfnum.

20. október 1989

Borgarleikhúsið í Reykjavík var vígt. Það hafði verið þrettán ár í byggingu og var rúmir tíu þúsund fermetrar að flatarmáli. Í því voru þá tveir salir, annar fyrir 570 manns í sæti, hinn 270 manns. Nýr salur bættist við í október 2001.

20. október 2012

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla var um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni. Kjörsókn var um 49% og stuðningur við einstakar tillögur frá 51% til 74%.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson