Sigtryggur Berg
Sigtryggur Berg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg og Valgarður Bragason opna sýningu í sjónarspili haustsins í Gallerí Porti á Laugavegi 23b kl. 16 í dag, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Að sakna einhvers.

Myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg og Valgarður Bragason opna sýningu í sjónarspili haustsins í Gallerí Porti á Laugavegi 23b kl. 16 í dag, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Að sakna einhvers. Sigtryggur sýnir málverk og Valgarður hvort tveggja málverk og teikningar.

Sigtryggur málaði verkin undanfarin misseri, búsettur í Þýskalandi. Litrík og flæðandi verk sem eru opin og háskaleg, segir í tilkynningu. Valgarður hefur ekki sýnt myndlist sína um alllangt skeið, en sýnir nú annars vegar málverk, sem hann málaði á þessu ári og í fyrra, og hins vegar teikningar frá síðastliðnum sex árum. Að sögn hans sjálfs eru verkin „ruglkennd“ og þykja á stundum erfið og krefjandi fyrir áhorfandann.

Sýning þeirra félaga stendur til 1. nóvember. Opið er í Gallerí Porti miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13 til 18.