Yahya Hassan
Yahya Hassan
Danska ljóðskáldið Yahya Hassan hefur verið dæmt til meðferðar á geðdeild um óákveðinn tíma. Þetta er niðurstaða dómstóls í Árósum, en mál Hassans var tekið fyrir í vikunni. Politiken greinir frá málinu.

Danska ljóðskáldið Yahya Hassan hefur verið dæmt til meðferðar á geðdeild um óákveðinn tíma. Þetta er niðurstaða dómstóls í Árósum, en mál Hassans var tekið fyrir í vikunni. Politiken greinir frá málinu.

Hassan játaði sök í öllum 42 ákæruliðum, sem tók 25 mínútur að lesa upp, en hann var m.a. ákærður fyrir ofbeldisbrot, hótanir, skemmdarverk og blygðunarsemisbrot á árunum 2015-2018. Bæði verjandi og ákæruvaldið fóru fram á að Hassan yrði dæmdur til meðferðar á geðdeild, en það var mat dómkvaddra lækna að Hassan hefði verið „sturlaður“ á tímabilinu sem hann framdi afbrot sín. Frá því Hassan hlaut síðast dóm fyrir tveimur árum hefur hann níu sinnum lagst inn á geðdeild vegna ranghugmynda, kvíða og sjálfsvígshugsuna. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vistaður á geðdeild frá 16. júlí, en samkvæmt dómnum munu læknar ákveða hvaða meðferð hann fær, hvenær og hversu lengi.