[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Talsverðar líkur eru á að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu leiki sinn fyrsta leik með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag.

*Talsverðar líkur eru á að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu leiki sinn fyrsta leik með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í dag. Aron hefur náð sér af meiðslum og knattspyrnustjórinn Neil Warnock sagði í gær að hann yrði líklega með þegar Cardiff tekur á móti Fulham í nýliðaslag.

*Stórleikur dagsins í enska fótboltanum fer fram á Stamford Bridge í London klukkan 11.30 þegar Chelsea fær Manchester United í heimsókn en fyrrverandi stjóri Chelsea, José Mourinho , mætir þar á fornar slóðir með liði United sem er sjö stigum á eftir efstu liðum.

*Liverpool sækir Huddersfield heim í síðdegisleik deildarinnar kl. 16.30 en óvissa er með marga leikmenn Liverpool vegna meiðsla.