Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Hann hefur verið formaður Rafiðnaðarsambandsins í sjö ár og setið í miðstjórn Alþýðusambandsins í sex ár, en aldrei verið þar í æðstu forystusætum.

Að sögn Kristjáns á forsetahópurinn að endurspegla fjölbreytni og breidd á vinnumarkaði og í Alþýðusambandinu sjálfu. Af þessum ástæðum hefur hann meðal annars ákveðið að gefa kost á sér til embættisins.