Aldraðir Var ekki annað að heyra en bréfritari vildi taka kosningarétt af stórum hópi fólks, líklega 60+.
Aldraðir Var ekki annað að heyra en bréfritari vildi taka kosningarétt af stórum hópi fólks, líklega 60+.
Ég las grein, sem hélt fram einni kynslóð á kostnað annarrar.

Ég las grein, sem hélt fram einni kynslóð á kostnað annarrar. Það hefði ég talið til fordóma, en höfundur var einmitt í því að sanna hversu fordómalaus hann væri og þá líka unga kynslóðin sem hann kvað enga fordóma hafa og taldi upp runu af því fordómaleysi. Þessi kynslóð léti sér litaraft, trú, kynhneigð, stöðu eða þjóðerni í léttu rúmi liggja og væri því þeirri gömlu miklu fremri.

En höfundur flaskaði á því að tala um „gömlu“ kynslóðina sem vildi ráða of lengi og leyfði sér jafnvel eftir fimmtugt að kjósa „rangt“ þó að þeir myndu varla þurfa að þola afleiðingar sinna „röngu“ ákvarðana eins lengi og þeir ungu sem yrðu þá þeim mun lengur að búa við vitleysuna í gamlingjunum.

Þannig féll þessi skrifari lóðbeint í fordómagryfjuna og var ekki annað að heyra en hann vildi taka kosningarétt af stórum hópi fólks, líklega 60+, í síðasta lagi, og láta þá óreyndari um alla ákvarðanatöku. „They Shoot Horses, Don't They?“ var einu sinni frægur titill á kvikmynd. Mætti endursýna.

Sunnlendingur