Þættirnir þykja æsispennandi en einnig verulega hryllilegir.
Þættirnir þykja æsispennandi en einnig verulega hryllilegir.
SJÓNVARP Sjaldan hefur hryllingsefni í sjónvarpi og kvikmyndum fengið álíka góðar viðtökur og Netflix-þættirnir Haunting of Hill House hafa fengið en á IMDB gefa notendur þættinum 9,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er einkunnin hvorki meira né minna en...
SJÓNVARP Sjaldan hefur hryllingsefni í sjónvarpi og kvikmyndum fengið álíka góðar viðtökur og Netflix-þættirnir Haunting of Hill House hafa fengið en á IMDB gefa notendur þættinum 9,1 í einkunn og á Rotten Tomatoes er einkunnin hvorki meira né minna en 100%.

Meðan notendur á Twitter segjast varla geta sofið og sumir kvarta jafnvel yfir kvíða er slík umræða á jákvæðum nótum og sjálfur meistari hryllingsins, Stephen King, tísti um þættina í vikunni.

King sagðist í tístinu yfirleitt vera lítið fyrir endurgerðir á góðu efni og vísar þá í að þættirnir eru byggðir á frægri bók Shirley Jackson frá 1959 en söguþráðurinn er staðfærður og lagaður að nútímanum. King segir annað gilda nú og hrósar Mike Flanagan, höfundi þáttanna, í hástert.

„Þetta er frábært. Nálægt því að vera sköpunarverk snillings, í alvöru. Ég held að Shirley Jackson hefði verið ánægð, en hver veit það þó með vissu.“