Kúariða skiptist í tvær gerðir, líkt og riða í sauðfé, í hefðbundna riðu og óhefðbundna. Sú síðarnefnda kemur fram tilviljanakennt í gömlum gripum.

Kúariða skiptist í tvær gerðir, líkt og riða í sauðfé, í hefðbundna riðu og óhefðbundna. Sú síðarnefnda kemur fram tilviljanakennt í gömlum gripum.

Nokkur tilvik greinast á hverju ári í löndum Evrópusambandsins, sex í fyrra og voru þau öll óhefðbundna gerðin. Strangar kröfur eru gerðar um sýnatöku og er því nokkuð gott eftirlit með sjúkdómnum.

Hér á landi hafa verið tekin sýni fyrir kúariðu í mörg ár og athygli beinst að tilviljanakenndu riðunni í eldri gripum. Á síðasta ári voru tekin 789 sýni, samkvæmt upplýsingum Mast. Til þess að landið viðhaldi stöðu sinni sem viðurkennt kúariðulaust land þarf að sýna fram á það með söfnun sýna. Því hvetur Mast bændur til að hafa samband ef gripir drepast heima við eða eru aflífaðir sökum sjúkdóma og slysa.