Sólógítar Mikael Máni túlkar texta Bobs Dylans gegnum hljóðfærið.
Sólógítar Mikael Máni túlkar texta Bobs Dylans gegnum hljóðfærið.
Mikael Máni Ásmundsson heldur tónleikana Textar gegnum tónlist í tónleikaröðinni Velkomin heim kl. 20 annað kvöld, sunnudag, í Björtuloftum í Hörpu.

Mikael Máni Ásmundsson heldur tónleikana Textar gegnum tónlist í tónleikaröðinni Velkomin heim kl. 20 annað kvöld, sunnudag, í Björtuloftum í Hörpu. Mikael Máni, sem hefur nýlokið námi við Conservatorium í Amsterdam, mun flytja lög Bobs Dylans fyrir sólógítar. Hugmyndin er að túlka texta Dylans í gegnum hljóðfærið og er aðferðin sem hann notar við að spila lögin blanda af skrifuðum útsetningnum og spuna. Á tónleikunum verður dreift bæklingi sem Lilja María Ásmundsdóttir hannaði með textum af þeim 8 lögum sem Mikael Máni flytur á tónleikunum. Þannig geta tónleikagestir stýrt upplifun sinni og valið hvort þeir vilji bara hlusta eða jafnframt lesa ljóð Dylans til að tengjast lögunum á annan hátt.