Í tilefni af því að á morgun, sunnudag, eru 30 ár liðin frá opnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og 110 ár frá fæðingu hans býður fjölskylda listamannsins til tónleika í safninu í Laugarnesi annað kvöld kl. 20.
Í tilefni af því að á morgun, sunnudag, eru 30 ár liðin frá opnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og 110 ár frá fæðingu hans býður fjölskylda listamannsins til tónleika í safninu í Laugarnesi annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru tónverkin Gríma eftir Jónas Tómasson, Snót eftir Alexander Liebermann og Fótboltamennirnir eftir Povl Christian Balslev, öll samin við samnefndar höggmyndir Sigurjóns. Flytjendur eru Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu, Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Povl Christian Balslev á píanó.